FUBAR sýningarferðalag um Ísland
Sýningarferðalög danssýningarinnar FUBAR er í fullum gangi, við fórum um norð-austurland og sýndum í leikhúsinu í Hnitbjörg, Raufarhöfn og Ýdölum við Hafralækjarskóla....sýningardagsetningar fyrir 2018 koma bráðlega.
Hjálmaklettur, Menningarhúsið Borgarnesi
Dansverkið FUBAR verður sýnt í Hjálmakletti, Borgarnesi Sunnudaginn 8. janúar kl. 18:00
Frystiklefinn Rifi, Snæfellsæ
Dansverkið FUBAR verður sýnt í Frystiklefanum Rifi, Snæfellsbæ kl. 18:00 fimmtudaginn 27. apríl
Smellið hér til að fara inn á viðburðinn, miðasala á vefsíðu frystiklefans.
Edinborgarhúsið,Ísafjörður
Dansverkið FUBAR verður sýnt í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
4. febrúar 2017 kl. 20:00
Félagsheimilið, Patreksfirði - List fyrir alla
Dansverkið FUBAR verður sýnt 24. og 25. apríl 2017 á vegum List fyrir alla í félagsheimilinu og eru þær sýningar lokaðar fyrir nemendur. Almenn sýning verður miðvikudaginn 25.apríl kl 20:00. Miðaverð 3000kr afsláttur fyrir 20 ára og yngri (miðann á 1000kr)
Samkomuhúsið, Akureyri
Dansverkið FUBAR verður sýnt föstudaginn 10.mars 2017 í samkomuhúsinu á Akureyri.
Nánari upplýsingar og miðasala hér
Airwaves´16 2. nóvember Kaldalón, Harpan
"Sigga Soffía og Jónas Sen spunnu saman verulega fallegt atriði í sal Kaldalóns en Sigga Soffía fór algjörlega á kostum í dansi sínum, afskaplega flott og heillandi stelpa. Hún greip svo í míkrafóninn og tók eitt rapp lag um líf hennar sem var alveg æðislegur endir á þessum óvænta dans- og hljóðgjörningi hjá þessu skemmtilega tvíeyki." Andri M Arnlaugsson http://albumm.visir.is/uttekt-iceland-airwaves-2016/
Tónleikaútgáfa FUBAR-collective á Airwaves tónlistarhátíðinni.
“Sigga Soffía is a dancer and choreographer from Reykjavík. She is an explorer of dynamics—and is becoming known for her performances combining first-rate dancers and fireworks. Jónas Sen is just as dynamic in a different way. He’s been on world tour with Björk as her keyboardist and collaborated with her on the 2011 production of ‘Biophilia’. Witness the combustion when two stars collide.” Grapevine
“this was my favorite performance at Airwaves”
Þórunn Antonia, popsinger fm957.is
Sláturhúsið, Menningarmiðstöð fljótsdalshéraðs Egilsstaðir - List fyrir alla
Dansverkið FUBAR var sýnt 15. 16. og 17. nóvember 2016. Um 160 manns sáu sýninguna og listamannaspjall var eftir sýningu þar sem grunnskólakrökkum var boðið að spyrja Jónas Sen og Siggu Soffíu út í sköpunarferlið. Sigga Soffía var einnig með fyrirlestur fyrir nemendur Menntaskólans á Egilsstöðum um dansverkið svartar fjaðrir-hvernig ljóð verður dans.
"Stórkostlegt listaverk hér á ferð, takk fyrir að koma austur. Merkilegt hvað sjálfstæðasenan í sviðslistum er dugleg að sinna landinu öllu...Kærar þakkir FUBAR, Sigríður Soffia og Jónas Sen !!!..." Facebook Unnar Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs.
Ég veit að ég er að deila þessu alltof seint. En þetta var mergjað stöff! Facebook Árni Friðriksson Kennari Menntaskólinn á Egilsstöðum
FUBAR, Gamla Bíó Reykjvík
Dansverkið FUBAR var frumsýnt í Gamla bíói. Verkið var frumsýnt 26. október og sýningar voru sex talsins, auk þess var sýning á Airwaves´16 tónlistarhátíðinni í Hörpu.
Frekari upplýsingar um sýningar í Reykjavík má finna HÉR Verkið er framleitt af Níelsdætrum í samvinnu við Menningarsjóð VÍB og Reykjavíkurborg.
Listamannaspjall var eftir allar sýningar í Reykjavík leitt af mismunandi listamönnum: Kristínu Aðalsteinsdóttur myndlistarmanni,Bryndísi Björgvinsdóttur rithöfund, Sögu Garðarsdóttur uppistandara, Barða Jóhannsyni tónlistarmanni og Stefáni Jónassyn leikstjóra.
Sýningarferðalag FUBAR er styrkt af Vodafone og Flugfélagi Íslands. Sérstakar þakkir Dansverkstæðið,Snaps og Kramhúsið.
"Fubar er óvenju persónulegt verk. Það fjallar um djúpar tilfinningar, breyskleika og ákveðna angist. Verkið byrjar á því að áhorfendur fá að kynnast Siggu, ansi vel, en ansi hratt líka. Hún fer á skemmtilegu hundavaði yfir ýmsa þætti í persónuleika sínum, og ýmsa atburði í lífi sínu á einlægan hátt. Smám saman tekur dansinn yfir og við fáum að upplifa hér um bil allt hreyfigallerí dansarans.
Hún byrjar hægt og vekur upp hungur hjá áhorfandanum sem þyrstir í að sjá þennan fallega líkama gera meira og þessa fallegu konu túlka meira. Það fær hann líka, því að í verkinu er stígandi sem kallast á við starf dansarans… byrjar með upplifun sem kveikir innblástur..." Ragnheiður Eiríksdóttir, Pressan
"Ástríðan fyrir listforminu skein í gegn í frásögninni og líkamnaðist svo í danssenunni í seinni hlutanum. Ástríðan sem ekkert fær stöðvað" Sesselja Magnúsdóttir, Kastljós
"Ég var að koma heim af dýrðlegri danssýningu. Kúnstnerarnir Sigga Soffía og Jónas Sen smeygðu sér inn í flest skilningarvit mín þar sem ég sat í miðju Gamla Bíó og horfði/hlustaði dolfallinn á verk sem hún kallar FUBAR...".Margrét Gústafsd. pressan.is
* * *