1. Hugmyndin.

2. Eldblómin

3.Teymið

4. Eldblóm - dansverk fyrir flugelda & Flóru

1. Hugmyndin

1. Get ég ræktað flugelda #growingfireworks

Fyrir nokkrum árum fann ég fyrir vaxandi áhuga á blómum og garðrækt. Þessi skyndilegi áhugi var mér hulin ráðgáta þar sem ég hafði áður ekki haft græna fingur. 2017 þegar ég vann að flugeldasýningu í Barcelona (#NorthernNightsbyss á instagram) valdi ég skotkökur fyrir sýninguna sem báru nafnið “Babys Breath” eftir að hafa skotið upp kökunni (sem var allt annað en rólegur andardráttur barns) skoðaði ég bombuna nánar og tók þá eftir öðru heiti “Gypsophila” sem er nafn á blómi, skotkakan hamraði upp á himinninn á agressívan hátt nokkurskonar runna af hvítum litlum blómum. Þetta blóm er kallað brúðarslör á íslensku. Eftir þessa uppgötvun prófaði ég að fletta upp nafngiftum flugeldanna af pöntunarlistum sem eru á Japönsku,kínversku,frönsku og spænsku eftir framleiðendum. Í langflestum tilfellum voru nafngiftir flugeldanna eftir blómum eða trjám.  Þetta útskýrði þá áhuga minn á garðrækt, ég var raunverulega að horfa á fyrirmyndir flugeldanna sem ég hef kynnst svo vel síðustu árin. Mig þyrsti í að vita meira og komst loksins yfir biblíu flugelda-hönnuða bókin “Fireworks, art, Science and tecnique eftir Takeo Shimizu. Þar gat ég loksins lesið mér til um upphaf flugeldanna.  Japanska orðið yfir flugelda er Hanabi, en samkvæmt bókinni Fireworks þýðir “Hana” eldur “bi” blóm - þeir tala því ekki um flugelda í beinni þýðingu heldur
eldblóm. Árið 1926 hannaði Gisaku Aoki fyrsta eldblómið “Chrysanthemum
with pistil”. - nánast allir flugeldar sem við íslendingar sprengjum á gamlársdag eru eldblóm, skotið myndar stilk og út springur blóm. Algengustu flugeldaeffectar í dag eru blóm og tré af asískum uppruna, blóm sem margir hafa ræktað í mörg ár fyrir
sumarbeðin.  Þarna fæddist hugmyndin sem tók nokkur ár að móta - get ég ræktað flugeldasýningu?

2. Eldblómin, blóm og tré

2. Eldblóm

Á Edo-tímbiinu (1603-1868) kepptust listamenn um að framleiða flugelda í mismunandi
formum en flugeldasýningar voru algeng skemmtun fyrir fjöldann. Tilgangurinn flugeldasýninga var að
sameina þjóðir,  stuðla að samkennd og friði. Japanir hafa alltaf borið mikla virðingu fyrir náttúrunni og á þessum flugeldasamkomum kepptust sveitarfélög um hönnun á fallegustu eldskúlptúrunum. Þeir leituðu þá eftir innblæstri frá nærumhverfi sínu, þessvegna eru algengustu flugeldarnir blóm af asískum uppruna, Kirsuberjatréið Sakura, weeping willow tré og mismunandi blómategundir (Dahliur, Bóndarós/Peony, Krísur/Chrysanthemum og Sólblóm liljur eru algengastar) Enn þann í dag í dag eru þessi blóm  framleidd sem flugeldar hundruðum útfærslna, mismunandi litum og stærð.Í Hallargarðinum má finna eftirfarandi blóm (sjá neðar)


Ýtarlegur plöntulisti verður birtur á næstu dögum:)



 Tré

Deilt er um hvaða blóm sé þjóðarblóm Japana. Sumir segja að það sé Chrysantehmum sem hefur lengi verið í tákn japönsku Keisarafjölskyldunar. Aðrir segja að það sé Sakura, kirsuberjatré vegna þess hve  margir Japanir elska að fylgjast með blómgun þeirra en hátíðir eru haldnar í Japan þegar blómin springa út og breiður verða bleikar. Þegar blómin falla  af tréinu snjóar fíngerðum blómum.  Í sýningunni Eldblóm erum við með Hengibeyki sem táknar Willow - effectinn. Sakura - Kirsuberjatré og Plómu tré en flugeldurinn Plum Snow rignir litlum hvítum neistum og líkir þar eftir blómstrandi plómutré en eitt plómutré stendur í Hallargarðinum:

“Along with the plum blossom, it is a traditional floral symbol of China, where the Paeonia
suffruticosa is called 牡丹(mǔdān). It is also known as 富贵花(fùguìhuā) “flower of riches and
honour,” and is used symbolically in Chinese art. In 1903, the Qing Dynasty declared the peony as
the national flower.” (wikipedia)

Dahliur

Við reyndum að velja fjölbreytt úrval af Dahlium. Hægt er að fá mismunandi Dahliur í lit og lögun en einnig tegund, þ.e. Pompom (hnöttur) Decorative eins og þessi sem er á myndinni og "Kaktus" en þá eru krónublöðin eins og snúin. 

 

Bóndarós/ Peony poppy og Chrysantemum

Fjögur litbrigði af bóndarós er í beðinu auk Bóndarósar poppy, hann er orðin þrefalt hærri en á þessari mynd. Hann er í sérstöku uppáhaldi. Blómstrar fylltum blómum sem minna á bóndarós.

Mörg blóm sem höfðu áður heitið Chrysanthemum voru endurskírð fyrir nokkrum árum, við völdum Argyranthemum frutecens rauða og hvíta og Bellis perennis

Liljur

Við erum með 3 stærðir af Liljum. Fylltar og Apricot fudge sem er óvanaleg í lögun.

Í miklu uppáhaldi er Kniphofia eða flugeldalilja en fyrsta blómstraði 6.júlí

Sólblóm

(við munum setja inn myndir af öllum sólblómunum í vikunni)

6 gerðir Sólbóma, Lítil "Miss Sunshine" Teddy Bear", Dökk rauð Helianthus "Pro Cut Red", með bleikum blæ Ruby Eclipse og hvít White Little en síðustu 4 sólbómin ná um 180cm hæð.

2.1 Ræktunarferlið

Myndir og myndbönd frá ræktunarferlinu koma á næstu dögum

3. Teymið

Sigga Soffía er hugmyndasmiður, framleiðandi og listrænn stjórnandi verkefnisins. Sigga Soffía hefur unnið sem danshöfundur og listamaður frá útskrift úr listaháskólanum 2009. Hún mun útskrifast með MBA gráðu frá HR í lok árs 2020. Sigga Soffía er þekktust fyrir flugeldasýningar sínar á menningarnótt en hún hannaði einnig opnunarflugeldasýningu borgarhátíðar Barcelona 2017. Ástríða hennar fyrir flugeldum hefur nú leitt hana í garðrækt en verkefnið Eldblóm #growingfireworks hefur verið í undirbúningi í rúm þrjú ár.

Zuzanna Vondra er verkefnastjóri Eldblóma og hefur yfirumsjón yfir ræktun og útfærslu flugeldagarðsins. Hún er starfandi landslagsarkitekt hjá Reykjavíkurborg. Hún er með mastersgráðu frá “Czech University of life science” og hefur hlotið bæði viðurkenningar og verðlaun í heimalandi sínu og var m.a. “head florist of Chezh Prague castle” Hún hefur unnið sem landslagsarkitekt í Tékklandi, Danmörku og Íslandi. Hún hefur unnið fjölbreytt verkefni, allt frá framleiðslu og fjölgun plantna, fengið birtar fræðigreinar í vísindatímaritum, unnið að hönnun borgarlandslags, skiplag á almenningsrýmum sem og einkagörðum.

Auður hjá Ræktunarstöð Reykjavíkurborgar ásamt Oddrúnu og Brynju hafa komið blómunum frá fræi til fullvaxina blóma.

Fyrir nýgræðing í garðrækt er heillandi að fylgjast með fagmannlegum
vinnubrögðum þeirra, natni og alúð við umhyggju á þessum ólíku blómum. Síðustu mánuði hefur teymið unnið að plöntun á um 850 hnýðum fræjum og laukum af eldblómum sem þið fáið að kynnast betur í sumar.

4. Eldblóm - dansverk fyrir flugelda & flóru

Eldblóm - dansverk fyrir Flugelda og Flóru á Listahátíð í Reykjavík opnun 17.Júní

“Remember the balance; the give-and-take of energy. The symbol of  yin and yang is more than the integration of male and female. It’s also the balance of light and dark, soft and hard, active and passive, in and out, giver and receiver. You can’t have one without the other.”(Brownell Landrum)

Orka hefur verið mér hugleikin. Í jóga er stundum talað um kven-og karlorku og hjó ég eftir því að hóparnir sem vinna að verkinu Eldblóm virðast skiptast útfrá orku, í flugeldateyminu eru 90% karlmenn sem vinna með eld og loft. Í flóru teyminu eru 90% konur sem vinna með jörð og vatn. Við kveikjum í flugeldum með eldi -  kveikjum líf í fræjunum með vatni. Blómin eru svo fyrst um sinn á stað sem er kallaður því fallega nafni plantnursery, staður þar sem konur viðhalda lífi.

Í byrjun mars má  segja að flugeldasýning blómanna hafi byrjað þ.e. fæin virkjuð og hreyfiferillinn hafinn. Í ljósi þess ætlum við að reyna að sýna sem mest frá “skotinu sjálfu” eða blómunum að vaxa.  Verkið opnar í Hallargarðinum Listahátíð þegar fyrstu blómin springa út 17.júní.

Blómainnsetningin og flugeldasýningin hafa sömu hreyfiferla og jafnmargir dansarar eru í verkunum eða nánar tiltekið 850 flugeldar og 850 blóm.

Við munum setja inn ýtarlegann plöntulista, myndbönd frá ræktunarferlinu og svara spurningum frá ykkur um blómin í blogfærslum. Hlökkum til að sýna ykkur þennan læk af blómum sem flæðir niður Hallargarðinn.

Kær kveðja

Sigga Soffía


Using Format