Design Talks

DesignMarch just finished! I was honoured to be the Ringmaster of Designtalks  - and for a humble dancer it was inspiring to be amongst so many amazing creative designers. You spark hope with your projects! And I did a talk on my project Eldblóm featured at the beginning of this link  Check out the live stream here photos by Aldispals


Dansinn á íslandi

Íslenska danssenan er lítil en öflug. Það er sterkur lífsvilji og mikil framþróun,spennandi hugrökk sena sem stækkar og þroskast.

Íslenski dansflokkurinn er eina dansstofnunin sem hefur trygg fjárframlög, það mætti því segja að Íslenski dansflokkurinn sé hjarta dans- samfélagsins á íslandi


Sjálfstæðir danshöfundar og dansarar eru ósæðin, sjálfstætt starfandi dans-listamenn halda senunni gangandi og renna milli leikhúsa, danshópa, skóla, stofnanna og hátíða erlendis.


Dansverkstæðið, Reykjavík Dance festival,sviðslistamiðstöð, FWD danskompaní eru lungun sem koma súrefni inn í senuna.


Listaháskóli Íslands hefur útskrifað 79 nemendur með BA-gráðu í samtímadansi - hæfileikaríkt fólk sem starfar að mestum hluta í öðrum greinum. 

Mikið brottfall kvenna er úr geiranum  í kringum barneignir er áhyggjuefni (sem þyrfti að gera tölfræði úr) 

Barnsburður hefur mikil líkamleg áhrif á líkamlega getu dansara (líkt og íþróttamanna) en brottfallið er þó í flestum tilfellum ekki vegna meiðsla heldur fjárhagslegu óöryggi, ótryggu umhverfi og enginn rammi  tekur utanum sjálfstætt starfandi listafólk á leið inná vinnumarkað aftur.

Og þess má geta að dansinn er kvennastétt á íslandi.

Sjálfstætt starfandi danshöfundar geta að hámarki framleitt/fjármagnað verk annaðhvert ár. Einungis íslenski dansflokkurinn ræður danshöfunda til vinnu - það eru ca 2-3 stöðugildi á ári í 3 mánuði í senn. 

Stofnanaleikhúsin ráða einstaka danshöfunda til vinnu í leiksýningum en ráðningar erlendra danshöfunda hafa verið í meirihluta síðustu ár.

Ekki er venja fyrir því að hafa Hús-danshöfund (e.house-choreographer) í leikhúsum á íslandi einungis dramaturg og aðra leikhúsráðunauta.

 
Það liggur því augum uppi að mikið óöryggi og atvinnuleysi er hjá Danshöfundum á íslandi. Búið er að gera glæsilega dansstefnu um helstu áskoranir sem hægt er að lesa hér. Plagg sem búið er sýna helstu ráðunautum. Og mæli ég með lestri:   https://www.performingarts.is/post/dansstefna-2022-2032


Betur sjá augu en auga, hvað sjáið þið að hægt sé að gera í stöðunni? Er hægt að búa til betra starfsumhverfi fyrir danslistamenn - hvar byrjum við?


Til hamingju með að vera mannleg!

Viðtal við tónskáldið Jónas Sen um vinnu hans í verkinu Til hamingju með að vera mannleg sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 19 apríl.
Miðasala á www.leikhusid.is Verkið er byggt á samnefndri ljóðabók sem er fáanleg hjá Forlaginu. // making of the music in Congradulations you are human.




A loveletter to my profession.

Today is international dance day celebrated all over the world. Being a dancer is more than a profession to me, it is the most powerful feeling. I’ve been a mover since I can remember and even though Louis CK said being a dancer is ” the dumbest career choice on the planet” on the Conan O’Brian Show (funny because its true) I think dancing has taught me the most valuable life values; humility, resilience, dedication,repetition, listening, true physical strength, freedom, sensing, memorizing, awareness. I have never before taken “a break” from dance for this long (break meaning; I had a baby that Is currently living on my body) and I miss dancing so intensely, mostly I miss the feeling of being in my body, not in my head. Living in your head is grossly overrated in my opinion, and I plan on moving down to my physical self as soon as possible. Even though I love performing, I would say one of the best feelings in the world is around min90 in a 2hour “slaughter class” with Tony Vezich. No audience, just sharing the energy with fellow dancers, where one can not think, just move.


Skothólkar og blómapottar/ Eldur & loft - Jörð og vatn.


“Remember the balance; the give-and-take of energy. The symbol of
yin and yang is more than the integration of male and female. It’s also
the balance of light and dark, soft and hard, active and passive, in and
out, giver and receiver. You can’t have one without the other.”(Brownell Landrum)

Staðurinn sem ég er á í lífinu (nýbúin að fæða barn sem treystir algjörlega á að ég næri það og verndi) hefur litað vinnu mína í þessu verki. Orka hefur verið mér hugleikin. Í jóga er stundum talað um
kven-og karlorku og hjó ég eftir því að hóparnir sem vinna að verkinu Eldblóm virðast skiptast útfrá orku, í flugeldateyminu eru 90% karlmenn sem vinna með eld
og loft. Í flóru teyminu eru 90% konur sem vinna með jörð og vatn. Við kveikjum í flugeldum með eldi -  kveikjum líf í fræjunum með vatni. Blómin eru svo fyrst um sinn á stað sem er kallaður því fallega nafni plantnursery, staður þar sem konur viðhalda lífi.

Í byrjun mars má  segja að flugeldasýning blómanna hafi byrjað þ.e. fæin virkjuð og hreyfiferillinn hafinn. Í ljósi þess ætlum við að reyna að sýna sem mest frá “skotinu sjálfu” eða blómunum að vaxa.  Verkið opnar í Hallargarðinum Listahátíð þegar fyrstu blómin springa út 17.júní.

Blómainnsetningin og flugeldasýningin hafa sömu hreyfiferla og jafnmargir dansarar eru í verkunum eða nánar tiltekið 850 flugeldar og 850 blóm.

Hér á myndunum má sjá byrjun á uppsetningunni á flugeldasýningunni NorthernNights sem var skotið upp i Barcelona 2017, þar sjáið þið skothólkana og til samanburðar má sjá blómapottana frá verkinu okkar Eldblóm. Á miðanum stendur “Princess Elisabeth I, flugeldagarður”, það er bleik Dahlia sem verður 60cm há, mótdansari hennar er flugeldurinn eða eldblómið  “4 tommu pink dahlia with tail” Þegar samin er dans fyrir flugelda eru tímasetningarnar á sprenginunum focuspunktur og til samhæfingar er sekúndufjöldi frá skoti til sprengingar(oft 3-4sek) miklvægur til útreiknings. Á sama hátt er fókusað á tímann þegar blómin springa út en í því tilfelli er rætt um mánuði en ekki sekúndur, þar sem 3- 4 mánuðir eru frá skoti/spírun þar til blómið hefur vaxið upp myndað blóm og springur út.


Teymið!

Þá getum við loksins kynnt teymið okkar til sögunnar en eldblómin eru ræktuð í samvinnu við Ræktunarstöð Reykjavíkurborgar af Auði Jónsdóttur, Brynju Sigríði Gunnarsdóttur, Oddrúnu Sigurðardóttur og síðast en ekki síst Zuzana Vondra Krupkova.  

Zuzanna Vondra er verkefnastjóri  Eldblóma og hefur yfirumsjón yfir ræktun og útfærslu flugeldagarðsins. Hún er starfandi landslagsarkitekt hjá Reykjavíkurborg. Zuzana er með mastersgráðu frá “Czech University of life science” og hefur hlotið bæði viðurkenningar og verðlaun í heimalandi sínu og var m.a. “head florist of Czech Prague castle” Hún hefur unnið sem landslagsarkitekt í Tékklandi, Danmörku og Íslandi, og tekið að sér fjölbreytt verkefni, allt frá framleiðslu og fjölgun plantna, fengið birtar fræðigreinar í vísindatímaritum, unnið að hönnun borgarlandslags, skiplag á almenningsrýmum sem og einkagörðum. Undirrituð hefur notið þess að vinna með þeim í ræktunarstöðinni sem
lítur út eins og norskur fjallakofi staðsettur í vin í fossvoginum.
Dásamlegur vinnustaður. Það er yndisleg stemmingað labba úr snjónum inní  yl og birtu gróðurhússins.  Standa ínni í sólinni, finna ilminn af jarðveginum og plöntunum sem vaxa og dafna varin frá löngum stormsömum vetri. Fyrir nýgræðing í garðrækt er heillandi að fylgjast með fagmannlegum
vinnubrögðum þeirra, natni og alúð við umhyggju á þessum ólíku blómum. Síðustu mánuði hefur teymið unnið að plöntun á um 800 hnýðum fræjum og laukum af eldblómum sem þið fáið að kynnast betur á næstu vikum.



Tilraunir í stofu í vesturbænum - ræktun flugelda.

Fyrsti partur rannsóknarvinnunar var að komast að því hvaða blóm ég þyrfti að prófa að rækta. En fáum fyrst smá baksögu; þrátt fyrir að flugeldar komi
ekki til Evrópu fyrr en á 15. öld eru fyrstu heimildir um notkun flugelda frá Kína í kringum
1000 ekr. Bambusstilkar fylltir með byssupúðri voru kastað á eld,  sprungu í framhaldi
með með látum. Flugeldarnir voru þá aðalega notaðir í hernaði og til að verjast illum
öndum.

Á Edo-tímbiinu (1603-1868) kepptust listamenn um að framleiða flugelda í mismunandi
formum en flugeldasýningar voru algeng skemmtun fyrir fjöldann. Tilgangurinn flugeldasýninga var að
sameina þjóðir,  stuðla að samkennd og friði. Japanir hafa alltaf borið mikla virðingu fyrir náttúrunni og á þessum flugeldasamkomum kepptust sveitarfélög um hönnun á fallegustu eldskúlptúrunum. Þeir leituðu þá eftir innblæstri frá nærumhverfi sínu, þessvegna eru algengustu flugeldarnir blóm af asískum uppruna, Kirsuberjatréið Sakura, weeping willow tré og mismunandi blómategundir (Dahliur, Peony Chrysanthemum og liljur eru algengastar) Enn þann í dag í dag eru þessi blóm  framleidd sem flugeldar hundruðum útfærslna, mismunandi litum og stærð.

“Some people say the unofficial national flower of Japan is the chrysanthemum, which has long
been a symbol of the Japanese Imperial Family. However, most say that the sakura(cherry
blossom) is the national flower because so many Japanese love to watch and celebrate these
flowers in the spring cherry-blossom season.”

“Along with the plum blossom, it is a traditional floral symbol of China, where the Paeonia
suffruticosa is called 牡丹(mǔdān). It is also known as 富贵花(fùguìhuā) “flower of riches and
honour,” and is used symbolically in Chinese art. In 1903, the Qing Dynasty declared the peony as
the national flower.”


Svo ég kynnti mér málið keypti spennandi fræ frá blómabónda í Washington, dahliuhnýði og vorið 2018 lagði ég hálfa stofuna undir tilraunir mínar og ræktun á flugeldasýningu.

Með mikilli eftirvæntingu fylgdist ég með fyrstu flugeldunum kíkja uppúr moldinni og teygja sig til himins og hashtaggaði samviskusamlega á instagram #growingfireworks, það voru tvær færslur. Á næstu vikum tókst mér að drepa alla flugeldana/blómin sem ég hafði komið á legg.

En svarið við spurningunni var komið, það er hægt að rækta flugeldasýningu, ég get það hinsvegar ekki. Þá var það næsta skref, að finna mér teymi - flugeldamæður!


Get ég ræktað flugeldasýningu?

Fyrir nokkrum árum fann ég fyrir miklum vaxandi áhuga á blómum og garðrækt. Þessi skyndilegi áhugi var mér hulin ráðgáta þar sem ég hafði áður ekki haft græna fingur. 2017 þegar ég vann að flugeldasýningu í Barcelona (#NorthernNightsbyss á instagram) valdi ég skotkökur fyrir sýninguna sem báru nafnið “Babys Breath” eftir að hafa skotið upp kökunni (sem var allt annað en rólegur andardráttur barns) skoðaði ég bombuna nánar og tók þá eftir öðru heiti “Gypsophila” sem er nafn á blómi, skotkakan hamraði upp á himinninn á agressívan hátt nokkurskonar runna af hvítum litlum blómum. Þetta blóm er kallað brúðarslör á íslensku. Eftir þessa uppgötvun prófaði ég að fletta upp nafngiftum flugeldanna af pöntunarlistum sem eru á Japönsku,kínversku,frönsku og spænsku eftir framleiðendum. Í langflestum tilfellum voru nafngiftir flugeldanna eftir blómum eða trjám.  Þetta útskýrði þá áhuga minn á garðrækt, ég var raunverulega að horfa á fyrirmyndir flugeldanna sem ég hef kynnst svo vel síðustu árin. Mig þyrsti í að vita meira og komst loksins yfir biblíu flugelda-hönnuða bókin “Fireworks, art, Science and tecnique eftir Takeo Shimizu. Þar gat ég loksins lesið mér til um upphaf flugeldanna.  Japanska orðið yfir flugelda er Hanabi, en samkvæmt bókinni Fireworks þýðir “Hana” eldur “bi” blóm - þeir tala því ekki um flugelda í beinni þýðingu heldur
eldblóm. Árið 1926 hannaði Gisaku Aoki fyrsta eldblómið “Chrysanthemum
with pistil”. - nánast allir flugeldar sem við íslendingar sprengjum á gamlársdag eru eldblóm, skotið myndar stilk og út springur blóm. Algengustu flugeldaeffectar í dag eru blóm og tré af asískum uppruna, blóm sem margir hafa ræktað í mörg ár fyrir
sumarbeðin.  Þarna fæddist hugmyndin sem tók nokkur ár að móta - get ég ræktað flugeldasýningu?


#growingfireworks #eldblom #flugeldagarður

Using Format