Bryndís Björgvinsdóttir skrifar um sýninguna FUBAR í Gamla Bíó

  “FUBAR er dásamlega áhugaverð, viðeigandi á okkar dögum, hún snertir við áhorfendum, fjallar um „okkur“ sjálf í samhengi við „aðra“ og hversu undarlegt það samband getur orðið. En hún er líka persónuleg og fjallar um þau ferli sem eiga sér stað kannski aðeins innan í höfðinu á okkur, og í líkamanum okkar – sýn okkar á umhverfi okkar og hvað hún getur litað allan heiminn okkar skærum litum. Fubar. Undarlegt nafn við fyrstu sýn. En þegar nafnið er skoðað kemur í ljós að orðið er þekkt slangur bandarískra hermanna yfir aðstæður á vígevellinum sem eru svo fáránlegar að orð fá þeim ekki lýst. Þessi lýsing aðstæðum sem engin orð fá lýst eru af svipuðum toga og lýsingar bandaríska rithöfundarins Kurt Vonnegut á þeim fjöldamorðum sem hann upplifði sjálfur í eldsprengjuárás í borginni Dresend í seinni heimstyrjöldinni, og hann skrifaði um í bókinni Sláturhús fim. „Það er ekki hægt að segja neitt um fjöldamorð… og hvað segja fuglarnir? Allt og sumt sem hægt er að segja um fjöldamorð. Eitthvað svona eins og: Pú-tí-vít?“ Hér vísar Vonnegut í einmitt þetta, að manneskjan á engin orð til að lýsa fjölamorðum – og þrátt fyrir það heldur náttúran samt áfram að láta á sér kræla: fuglarnir tísta eitthvað, og við sem erum orðlaus heyrum í náttúrunni og jafnvel einhvskonar amstri, sem einhvernveginn heldur alltar áfram í sínum vanagangi – en samt alls alls alls ekki. Við höfum orðið fyrir lífsreynslu sem breytir sýn okkar á heiminn – líklegast varanlega. Kannski má segja að akkúrat þetta orðleysi yfir hörmungar sé ein af meginástæðum þess af hverju listir eru okkur mikilvægar –  lífsnauðsynlegar – bæði persónulega en líka í samfélagslegu samhengi. Bandaríski heimspekingurinn Richard Rorty hefur bent á að bókmenntirnar búi yfir þeim ótrúlega galdri að geta skapað samkennd þverrt á menningarheima, tíma og sögu, þjóðfélagsstöðu, kyn, kynferði, húðlit og svo framvegis. Hann segir að gegnum bókmenntirnar verðum við að einhverju öðru en bara okkur sjálfum: Með því að lesa um afdalabónda við upphaf 20. aldar verðum við í einhverjum skilningi að afdalabónda við upphaf 20. aldar. Við bregðumst andlega og jafnvel líkamlega við því sem hann gerir, hugsar og segir. Richard Rorty telur raunar að langar og sorglegar sögur séu betur til þess fallnar að skapa samkennd fólks á milli en til dæmis vangaveltur siðfræðinga og heimspekinga um rétta og ranga hegðun. Kannski getum við einmitt helst miðlað reynslu sem engin orð fá lýst í lengri frásögnum eða öðru tjáningarformi. Og í þessu tilviki erum við ekki bara að tala um bókmenntir sem birtast okkur á prenti, heldur geta kvikmyndir líka verið þesskonar bókmenntir, eða eins og í tilviki FUBAR: dans. Flestar sögur má sjá sem mögulegt hreyfiafl til að snerta við fólki. Þær gefa áhorfendum tækifæri til að koma auga á þræði sem eru framandi og nýir – eitthvað sem viðkomandi hafði kannski aldrei hugsað út í eða staldrað við – en frásögnin gefur áhorfandanum tækifæri til að flétta þessum nýju þráðum saman við eigin reynslu, hugmyndir, sýn eða hugsanir. Og setja sig í kjölfarið í spor annarra.
Þegar við hlustum á frásögn getum við jafnvel fundið fyrir andlegum og líkamlegum viðbrögðum sem spretta ekki úr okkar eigin reynslu heldur samsönnun við aðra manneskju sem getur allt eins verið mjög ólík okkur sjálfum. Slík samsönnun getir verið eitt það mikilvægasta og róttækasta sem við gerum á tímum þar sem sífellt er verið að flokka fólk í „okkur“ og „hina“, „karla“ og „konur“, „svarta“ og „hvíta“, „unga“ og „aldna“ og þar fram eftir götunum. Þessi samsönnun er í rauninni hornsteinninn að samkennd, þeirri tilfinningu að finna til, verða fyrir áhrifum, vegna reynslu og líðan annarra. Og í dag er þetta líklegast ein róttækasta aðferðin til þess að skapa frið, samkennd og skilning þverrt á reynslur, samfélög, menningarsvæði og jafvel tímabil í mannkynssögunni.
Mér var hugsað til alls þessa þegar ég las á Vísi.is að kveikjan af verkinu Fubar hafi verið upplifum Sigríðar Soffíu að eftirköstum hryðjuverkanna í París í nóvember 2015. Þar var hún stödd í návígi við hryðjuverkin á einhvern hátt, og óttaðist um líf sitt og dóttur sinnar. Við getum séð þetta fyrir okkur: Við erum á gangi með makanum okkar og barnið er í kerrunni – þessari sem við keyptum í Glæsibæ og notum ýmist til að spranga um bæinn eða vera á hlaupum á milli funda. Allt er eins og það á að vera – en skyndilega fer allt á haus. Kerran hefur breyst í einskonar flóttatæki, öll líkamsstarfsemin beinist að skynfærum og vöðvum. Við höfum aldrei verið jafn kyrfilega staðsett í núinu: hversdagurinn er hundrað prósent öðruvísi en hann á að sér að vera. Við skynjum tímann öðruvísi, líkamann okkar, samband okkar við annað fólk, nákomið sem ókunnugt. Þetta er eitthvað sem fólki finnst oft erfitt að ímynda sér og urðu margir til dæmis hissa hér á Vesturlöndum þegar þeir sáu á myndum að flóttamenn frá Sýrlandi væru yfirhöfuð með farsíma. Að þeir tilheyrðu sama efnislega veruleika og við hin – sem þeir eru samt að nýra öðruvísi en við: bakpokinn, kerrann og síminn eru flóttatæki. Límaminn að tæki sem meðtekur upplýsingur, vinnur hratt úr þeim og bregst jafnvel samstundis við. Þetta er saga sem við höfum kannski ekki öll hérna inni upplifað á eigin skinni, en við getum ímyndað okkur þessar aðstæður, meðal annars vegna frásagna um slík atvik.
Við getum öll breyst í flóttafólk, og sú umbreyting getur bara tekið eina sekúntu, og hún á sér yfirleitt stað dag einn – sem jafnvel má kalla einn góðan veðurdag.”   Næsta sýning á miðvikudaginn 9 nóvember kl 20:00 miða má nálgast **HÉR**

Using Format