Tilraunir í stofu í vesturbænum - ræktun flugelda.
March 21, 2020Fyrsti partur rannsóknarvinnunar var að komast að því hvaða blóm ég þyrfti að prófa að rækta. En fáum fyrst smá baksögu; þrátt fyrir að flugeldar komi
ekki til Evrópu fyrr en á 15. öld eru fyrstu heimildir um notkun flugelda frá Kína í kringum
1000 ekr. Bambusstilkar fylltir með byssupúðri voru kastað á eld, sprungu í framhaldi
með með látum. Flugeldarnir voru þá aðalega notaðir í hernaði og til að verjast illum
öndum.
Á Edo-tímbiinu (1603-1868) kepptust listamenn um að framleiða flugelda í mismunandi
formum en flugeldasýningar voru algeng skemmtun fyrir fjöldann. Tilgangurinn flugeldasýninga var að
sameina þjóðir, stuðla að samkennd og friði. Japanir hafa alltaf borið mikla virðingu fyrir náttúrunni og á þessum flugeldasamkomum kepptust sveitarfélög um hönnun á fallegustu eldskúlptúrunum. Þeir leituðu þá eftir innblæstri frá nærumhverfi sínu, þessvegna eru algengustu flugeldarnir blóm af asískum uppruna, Kirsuberjatréið Sakura, weeping willow tré og mismunandi blómategundir (Dahliur, Peony Chrysanthemum og liljur eru algengastar) Enn þann í dag í dag eru þessi blóm framleidd sem flugeldar hundruðum útfærslna, mismunandi litum og stærð.
“Some people say the unofficial national flower of Japan is the chrysanthemum, which has long
been a symbol of the Japanese Imperial Family. However, most say that the sakura(cherry
blossom) is the national flower because so many Japanese love to watch and celebrate these
flowers in the spring cherry-blossom season.”
“Along with the plum blossom, it is a traditional floral symbol of China, where the Paeonia
suffruticosa is called 牡丹(mǔdān). It is also known as 富贵花(fùguìhuā) “flower of riches and
honour,” and is used symbolically in Chinese art. In 1903, the Qing Dynasty declared the peony as
the national flower.”
Svo ég kynnti mér málið keypti spennandi fræ frá blómabónda í Washington, dahliuhnýði og vorið 2018 lagði ég hálfa stofuna undir tilraunir mínar og ræktun á flugeldasýningu.
Með mikilli eftirvæntingu fylgdist ég með fyrstu flugeldunum kíkja uppúr moldinni og teygja sig til himins og hashtaggaði samviskusamlega á instagram #growingfireworks, það voru tvær færslur. Á næstu vikum tókst mér að drepa alla flugeldana/blómin sem ég hafði komið á legg.
En svarið við spurningunni var komið, það er hægt að rækta flugeldasýningu, ég get það hinsvegar ekki. Þá var það næsta skref, að finna mér teymi - flugeldamæður!