Skothólkar og blómapottar/ Eldur & loft - Jörð og vatn.


“Remember the balance; the give-and-take of energy. The symbol of
yin and yang is more than the integration of male and female. It’s also
the balance of light and dark, soft and hard, active and passive, in and
out, giver and receiver. You can’t have one without the other.”(Brownell Landrum)

Staðurinn sem ég er á í lífinu (nýbúin að fæða barn sem treystir algjörlega á að ég næri það og verndi) hefur litað vinnu mína í þessu verki. Orka hefur verið mér hugleikin. Í jóga er stundum talað um
kven-og karlorku og hjó ég eftir því að hóparnir sem vinna að verkinu Eldblóm virðast skiptast útfrá orku, í flugeldateyminu eru 90% karlmenn sem vinna með eld
og loft. Í flóru teyminu eru 90% konur sem vinna með jörð og vatn. Við kveikjum í flugeldum með eldi -  kveikjum líf í fræjunum með vatni. Blómin eru svo fyrst um sinn á stað sem er kallaður því fallega nafni plantnursery, staður þar sem konur viðhalda lífi.

Í byrjun mars má  segja að flugeldasýning blómanna hafi byrjað þ.e. fæin virkjuð og hreyfiferillinn hafinn. Í ljósi þess ætlum við að reyna að sýna sem mest frá “skotinu sjálfu” eða blómunum að vaxa.  Verkið opnar í Hallargarðinum Listahátíð þegar fyrstu blómin springa út 17.júní.

Blómainnsetningin og flugeldasýningin hafa sömu hreyfiferla og jafnmargir dansarar eru í verkunum eða nánar tiltekið 850 flugeldar og 850 blóm.

Hér á myndunum má sjá byrjun á uppsetningunni á flugeldasýningunni NorthernNights sem var skotið upp i Barcelona 2017, þar sjáið þið skothólkana og til samanburðar má sjá blómapottana frá verkinu okkar Eldblóm. Á miðanum stendur “Princess Elisabeth I, flugeldagarður”, það er bleik Dahlia sem verður 60cm há, mótdansari hennar er flugeldurinn eða eldblómið  “4 tommu pink dahlia with tail” Þegar samin er dans fyrir flugelda eru tímasetningarnar á sprenginunum focuspunktur og til samhæfingar er sekúndufjöldi frá skoti til sprengingar(oft 3-4sek) miklvægur til útreiknings. Á sama hátt er fókusað á tímann þegar blómin springa út en í því tilfelli er rætt um mánuði en ekki sekúndur, þar sem 3- 4 mánuðir eru frá skoti/spírun þar til blómið hefur vaxið upp myndað blóm og springur út.

Using Format