Dansinn á íslandi

Íslenska danssenan er lítil en öflug. Það er sterkur lífsvilji og mikil framþróun,spennandi hugrökk sena sem stækkar og þroskast.

Íslenski dansflokkurinn er eina dansstofnunin sem hefur trygg fjárframlög, það mætti því segja að Íslenski dansflokkurinn sé hjarta dans- samfélagsins á íslandi


Sjálfstæðir danshöfundar og dansarar eru ósæðin, sjálfstætt starfandi dans-listamenn halda senunni gangandi og renna milli leikhúsa, danshópa, skóla, stofnanna og hátíða erlendis.


Dansverkstæðið, Reykjavík Dance festival,sviðslistamiðstöð, FWD danskompaní eru lungun sem koma súrefni inn í senuna.


Listaháskóli Íslands hefur útskrifað 79 nemendur með BA-gráðu í samtímadansi - hæfileikaríkt fólk sem starfar að mestum hluta í öðrum greinum. 

Mikið brottfall kvenna er úr geiranum  í kringum barneignir er áhyggjuefni (sem þyrfti að gera tölfræði úr) 

Barnsburður hefur mikil líkamleg áhrif á líkamlega getu dansara (líkt og íþróttamanna) en brottfallið er þó í flestum tilfellum ekki vegna meiðsla heldur fjárhagslegu óöryggi, ótryggu umhverfi og enginn rammi  tekur utanum sjálfstætt starfandi listafólk á leið inná vinnumarkað aftur.

Og þess má geta að dansinn er kvennastétt á íslandi.

Sjálfstætt starfandi danshöfundar geta að hámarki framleitt/fjármagnað verk annaðhvert ár. Einungis íslenski dansflokkurinn ræður danshöfunda til vinnu - það eru ca 2-3 stöðugildi á ári í 3 mánuði í senn. 

Stofnanaleikhúsin ráða einstaka danshöfunda til vinnu í leiksýningum en ráðningar erlendra danshöfunda hafa verið í meirihluta síðustu ár.

Ekki er venja fyrir því að hafa Hús-danshöfund (e.house-choreographer) í leikhúsum á íslandi einungis dramaturg og aðra leikhúsráðunauta.

 
Það liggur því augum uppi að mikið óöryggi og atvinnuleysi er hjá Danshöfundum á íslandi. Búið er að gera glæsilega dansstefnu um helstu áskoranir sem hægt er að lesa hér. Plagg sem búið er sýna helstu ráðunautum. Og mæli ég með lestri:   https://www.performingarts.is/post/dansstefna-2022-2032


Betur sjá augu en auga, hvað sjáið þið að hægt sé að gera í stöðunni? Er hægt að búa til betra starfsumhverfi fyrir danslistamenn - hvar byrjum við?

Using Format