Eldblóm á Eiðistorgi
April 28, 2025Eldblóm á Eiðistorgi opnaði síðasta vor en Sigga Soffía hannaði blómasamsetningar fyrir 50 ára afmæli Seltjarnarnesbæjar 2024. Öll blómin eru fjölær og eru að koma upp í annað sinn með hækkandi sól. Verkefnið á Eiðistorgi er fyrsta innibeð Eldblóma og hefur það verið afskaplega lærdómsríkt að sjá hvað virkar vel og illa í inniræktun á íslandi. Það sem kom helst á óvart var lítið birtustig vegna langvarandi skýjafars og þrálátar rigningar höfðu mikil áhrif á Dalíurnar sem nutu sín betur utandyra en innandyra sem kom garðyrkjufræðingum í opna skjöldu. Í fyrra var Sigga Soffía kosin Bæjarlistamaður Seltjarnarnes og að tilefni þess bauð hún einnig 4 og 5 bekk Mýrarhúsaskóla að koma í heimsókn á Hönnunarsafn Íslands á sýninguna Eldblóm hvernig dans varð vöruhönnun. Eldblóm fengu svo það frábæra verkefni að vinna í blómaskreytingum á Eiðistorgi. 37 blómakassar, staðsettir á öllum hæðum torgins stóðu tómir í mörg ár en voru opnaðir í fyrra. Upphaflega hönnun blómakassana stýrt af arkitektinum Ormari Þóri Guðmundssyni var heiðruð með því að gróðursetja Skjaldfléttu (Tropaeolum majus) í bland við þau Eldblóm sem flugeldar voru hannaðir eftir. Dalíuhnýði voru sett niður og laukar í bland.
Nú eru þessi fallegu blóm að koma upp aftur og því hægt að njóta þeirra annað árið í röð. Dagliljan Frans Hals er nú í blóma. Hún var sett niður sem “eitthvað spennandi fyrir börnin” hún blómstrar fallegu gulu og rauðu blómi í einungis sólarhring svo börn geta hlaupið af bókasafninu og reynt að ná þessari fallegu stund þegar hún opnast. Frans Halls liljan er skírð í höfuðið á Hollenska 17 aldar málaranum sem hét Frans Halls en rauður og gulur voru áberandi litir í hans málverkum. Skjaldfléttan ólík. Valin voru marglituð yrki svo finna má Skjaldfélttu í rauðu, appelsínugulu og laxableiku á Eiðistorgi í sumar. Upphaflega Eldblóma beðið er staðstett í Hallargarðinum við Tjörnina og blómstrar nú 4 árið í röð en Eldblóm hafa einnig hannað tvö beð í einkagörðum í Garðabæ og 101 Reykjavík.