Work in progress at Midpunkt Gallery

Tók þátt í samsýningu “Með líkamann að vopni” samsýning í Midpunkt gallery þar sem saman komu
ólíkir listamenn sem áttu það sameiginlegt að vinna með líkamann og nýta efnivið sinn á kóreografískan hátt. Sýningin opnaði 1. nóvember 2019. Listamenn sýningarinnar eiga sameiginlega sögu í danshefð og kóreografíu en eru nú að nýta þá aðferðafræði við sköpun á myndverkum.

Líkaminn er pólitískt afl og vioð höfum séð það er mikil þörf fyrir vitunda vakningu í okkar samfélagi. Margt hefur gerst á nokkrum árum en mikið starf er fyrir höndum. Að koma fram sem kvenlíkami er ekki það sama og að koma fram sem karllíkami. Við ölumst öll upp í kyngervðu samfélagi sem matar okkur með ákveðnum upplýsingum um kyn okkar og annara. Verkin sem koma saman í sýningunni „Með líkamann að vopni” snerta á málefnum líðandi stundar, kanna möguleika á breytingu og rannsaka hvernig áhorfendur horfa á list, líkama og gjörðir listunnenda og listamanna.

Með líkamann að vopni varpar ljósi á vinnuaðferðir kóreografíunnar, upphefur kóreografíska nálgun og kynna fyrir áhorfendum fyrir nýjum listamönnum, nýjum aðferðafræðum og breyttri uppsetningu sýninga.
Sýningin opnar fyrir einlægni, opinberun og viðkvæmni en á sama tíma kemur á fót samtali milli danslistar og myndlistar sem opnar á samruna, sköpun og aðferðafræði fyrir komandi kynslóðir listamanna.
Eftirfarandi listakonur standa að sýningunni: Eilíf Ragnheiður, Elisabet Birta, Gígja Jónsdóttir, Margrét Bjarnardóttir, Saga Sigurðardóttir, Sigga Soffía, Sóley Frostadóttir




Using Format