Teymið!
March 22, 2020Þá getum við loksins kynnt teymið okkar til sögunnar en eldblómin eru ræktuð í samvinnu við Ræktunarstöð Reykjavíkurborgar af Auði Jónsdóttur, Brynju Sigríði Gunnarsdóttur, Oddrúnu Sigurðardóttur og síðast en ekki síst Zuzana Vondra Krupkova.
Zuzanna Vondra er verkefnastjóri Eldblóma og hefur yfirumsjón yfir ræktun og útfærslu flugeldagarðsins. Hún er starfandi landslagsarkitekt hjá Reykjavíkurborg. Zuzana er með mastersgráðu frá “Czech University of life science” og hefur hlotið bæði viðurkenningar og verðlaun í heimalandi sínu og var m.a. “head florist of Czech Prague castle” Hún hefur unnið sem landslagsarkitekt í Tékklandi, Danmörku og Íslandi, og tekið að sér fjölbreytt verkefni, allt frá framleiðslu og fjölgun plantna, fengið birtar fræðigreinar í vísindatímaritum, unnið að hönnun borgarlandslags, skiplag á almenningsrýmum sem og einkagörðum. Undirrituð hefur notið þess að vinna með þeim í ræktunarstöðinni sem
lítur út eins og norskur fjallakofi staðsettur í vin í fossvoginum.
Dásamlegur vinnustaður. Það er yndisleg stemmingað labba úr snjónum inní yl og birtu gróðurhússins. Standa ínni í sólinni, finna ilminn af jarðveginum og plöntunum sem vaxa og dafna varin frá löngum stormsömum vetri. Fyrir nýgræðing í garðrækt er heillandi að fylgjast með fagmannlegum
vinnubrögðum þeirra, natni og alúð við umhyggju á þessum ólíku blómum. Síðustu mánuði hefur teymið unnið að plöntun á um 800 hnýðum fræjum og laukum af eldblómum sem þið fáið að kynnast betur á næstu vikum.