“Vodafone collaborated with choreographer Sigga Soffia. This is the first time that the audience of iceland are asked to look at a fireworksshow as artwork” …”The show was without question dance! The buildup, slower rhythm and the fireworks seemed to stay longer in the air, like every explotion was given time to shine….it was an amizing to experience the excitement of more than 80.000 people and probably the people of Iceland will not settle for anything less than an artisticly directed fireworksshow in the future. The danceperformance Eldar was an glorius art-event that will be remembered” - Simon Birgison theatercritic for DV-newspaper 2013
“Sigga Soffia received the DV Cultural awards 2013 for her first firework display. Most interesting dance performance of the year introducing the public to elements of choreography and sparking interesting discussions on dance in the Icelandic cultural scene.”
We are very happy to receive 2 nominations to the Gríma/Icelandic theatre awards. Jónas Sen for best music of the year for FUBAR and Sigga Soffía best dancer of the year for FUBAR.
Just finished working on this project with a great group of people. Döðlur agency, directed by Sammi&Gunni. Had a lot of fun making these different tips of dance from ballroom, breakdancing, ballet,underwater dancing, contemporary dance and tap. Fantastic cast of professional dancers, actors and heart-melting kids! It must be LoveLoveLove
Svo miklu meira en dans: FUBAR eftir Siggu Soffíu
Ég er mikill unnandi dans, og reyni að sjá sem flestar danssýningar sem settar eru upp í borginni. Dansflokkurinn hefur skapað sér fastan sess í menningarrútínu margra, og fleiri og fleiri eru að uppgötva hversu sniðugt það er að kaupa sér áskriftarkort á danssýningar hans. Minnisstæðasta sýning flokksins síðustu ár, að mínu mati, er sýningin Kafli 2 og himininn kristallast, sem ég skrifaði örlítinn dóm um í DV í fyrra. Ég var því mjög spennt að sjá sýninguna FUBAR, eftir Siggu Soffíu (Sigríði Soffíu Níelsdóttur), sem er höfundur þeirrar sýningar. Samkvæmt Wikipediu er FUBAR skammstöfun sem notuð er í hernaði og þýðir „fucked up beyond all/any recognition/ repair/ reason/ redemption.“ Dálítið dramatískt, en það er verkið líka.
Fubar er hér um bil sólóverk, þó að píanóleikarinn Jónas Sen eigi eftirminnilega innkomu sem stoðdansari í upphafi verksins. Fubar er líka óvenju persónulegt verk. Það fjallar um djúpar tilfinningar, breyskleika og ákveðna angist. Verkið byrjar á því að áhorfendur fá að kynnast Siggu, ansi vel, en ansi hratt líka. Hún fer á skemmtilegu hundavaði yfir ýmsa þætti í persónuleika sínum, og ýmsa atburði í lífi sínu á einlægan hátt. Smám saman tekur dansinn yfir og við fáum að upplifa hér um bil allt hreyfigallerí dansarans.
Hún byrjar hægt og vekur upp hungur hjá áhorfandanum sem þyrstir í að sjá þennan fallega líkama gera meira og þessa fallegu konu túlka meira. Það fær hann líka, því að í verkinu er stígandi sem kallast á við starf dansarans… byrjar með upplifun sem kveikir innblástur, svo upphitun, svo magnast dansinn og miðlun tilfinninga – hér um bil. Það var viðeigandi að Sigga skyldi klæðast rauðu – ótrúlega fallegum búning sem hannaður er af Hildi Yeoman – því einhvern veginn var eins og hún væri að opna sig upp á gátt, við sáum holdið óvarið, já og sálina.
Ég þarf aðeins að minnast meira á Jónas Sen – tónlist hans, nærvera og þátttaka í verkinu gaf því einhvern stöðugleika, hlýju og ramma. Það var einhver léttir að sjá hann styrkja brothættu listakonuna með tilfinningarnar (sem er samt einhvers konar mótsögn því hún sýndi líka svo magnaðan styrk með líkamanum).
Fréttir af hryðjuverkunum í París í nóvember í fyrra þar sem 130 voru drepnir víðs vegar um borgina, flestir á tónleikastaðnum Bataclan eru flestum okkar í fersku minni. Óhugur læðist að manni við svo voveiflegar fréttir því hugmyndinni um örugg svæði hefur verið ógnað. Sigríður Soffía Níelsdóttir byggir verkið sitt FUBAR á þessum atburði. Þó ekki sem frétt heldur sem eigin upplifun en hún var stödd í París þegar hryðjuverkin áttu sér stað og upplifði útgöngubannið sem fylgdi í kjölfarið og óttan sem fylgir því að hlaupa sér og sínum til lífs því nokkrum dögum eftir viðburðinn var hún í hópi fólks sem lagði á flótta vegna ótta við mann sem talinn var vopnaður sprengjuvesti og riffli en kom seinn í ljós að hafði ekki verið. Í viðtali í Fréttablaðinu 22. október sagði Sigríður Soffía frá því hvernig ekki síst upplifun hennar og annarra af tímanum á meðan á hættuástandinu stóð hafi kveikt hjá henni löngun til að nýta þessa reynslu í listsköpun.
Dansverkið FUBAR á sviðinu í Gamla bíói miðvikudaginn 26. október síðastliðinn hófst með því að höfundur stóð fremst á sviðinu fyrir framan tjöldin í rauðum gammasíum og síðri rauðri peysu með slegið sítt hár og sagði frá nokkrum ólíkum augnablikum úr lífi sínum, meðal annars reynslu sinni af því að vera í París þegar hryðjuverkaárásirnar voru gerðar 2015. Byrjunin var óvænt vegna þess að mikil hreyfing er það fyrsta sem manni dettur í hug þegar minnst er á Siggu Soffíu sem dansara. Frásögnin var hnitmiðuð og einlæg og færði mann nær sögumanninum, höfundi verksins, þar sem hún gaf áhorfandanum innsýn inn í líf, lífreynslu, upplifanir og tilfinningar sínar.
Margar af þeim upplifunum sem hún sagði frá lýstu aðstæðum sem undirstrikuðu hvað fáránleikinn getur hitt okkur á ólíklegustu stöðum í lífinu.
Það var notalegt að hlusta á Siggu Soffíu (eins og hún er venjulega kölluð) segja frá sjálfri sér og ekki hægt annað en hrífast með. Frásögnin og lýsingarnar af upplifunum hennar og reynslu af mismunandi atburðum í lífi hennar var lifandi og gamansöm en einnig alvöruþrungin ekki síst þegar hún talaði um áðurnefnda reynslu. Margar af þeim upplifunum sem hún sagði frá lýstu aðstæðum sem undirstrikuðu hvað fáránleikinn getur hitt okkur á ólíklegustu stöðum í lífinu.
En hið talaða mál hafði aðeins hlutverk í upphaf verksins. Dansarinn krafðist þess að fá að tjá sig, líkaminn kallaði á útrás. Þegar dansinn byrjaði var tjaldið dregið frá því hreyfingar þurfa miklu meira rými en orð. Þegar tjaldið hafði dregið sig í hlé kom í ljós einföld og falleg sviðsmynd samansett úr silfurlitum flekum sem héngu niður úr loftinu aftast á sviðinu og hljómborði og tölvu og öðru því sem til þarf til að flytja raftónlist „life“ á sviði.
Tónlistin í verkinu, sem var samin og flutt af Jónasi Sen, hæfði verkinu fullkomlega. Endurtekningarsöm raftónlist í bland við heldur hefðbundnari píanóleik hélt áhorfandanum fast í fangi sér og beindi athygli hans að því sem var að gerast á sviðinu. Tengsl dansins og tónlistarinnar voru sterk eins og um dúett væri að ræða. Dansinn var ekki dansaður við tónlistina eða tónlistin spiluð undir dansinum heldur flæddu þau saman í einni heild. Jónas gerði einnig einstaklega fallega hljóðmynd fyrir verk Siggu Soffíu Svartar Fjaðrir sem sýnt var á Listahátíð Reykjavíkur vorið 2015. Samspil þeirra í listsköpun virkar greinilega einkar vel.
Á 6. og 7. áratug síðustu aldar gerðu ungir dansarar sem aldir höfðu verið upp við formfestu klassíska ballettsins eða sterka tilfinningatjáningu módern dansins uppreisn gegn fagurfræði þessara forma og vildu færa dansinn til frummyndar sinnar, hins einfalda. Áhersla var lögð á einfaldleika, naumhyggju og haldið fram að allir gætu dansað, allar hreyfingar ættu erindi í danssköpun og allir líkamar ættu heima á danssviðinu. Listamenn sem höfðu sérhæfingu í öðru en dansi hófu að semja dansverk og danshöfundar leituðu í að semja dansverk fyrir fólk sem ekki hafði neina dansþjálfun (non-dancers). Hugmyndin um „non-dancers“ varð þó aldrei „mainstream“ enda komu flestir áhorfendur til þess að sjá vel þjálfaða dansara og dansararnir sjálfir vildu fá að njóta, nýta og sýna þá líkamlega getu sem þeir höfðu lagt mikið á sig til að öðlast. Hugmyndin varð því ekki langlíf sem slík en hún átti eftir að hafa áhrif á hugmyndir manna um hvað væri dans og opnaði nýjar víddir í danssköpun fyrir þá danshöfunda sem á eftir komu.
Þessi fyrsti hluti hreyfihluta verksins var einkar eftirminnilegur. Samspilið á milli þeirra sem einkenndist ekki síst af andstæðum var einstaklega fallegt og vakti upp hugsun um mismunandi karakter listgreinanna.
Í FUBAR nýtir Sigga Soffía þessa hugmynd með því að Jónas tekur þátt í dansinum auk þess að vera sýnilegur í tónlistarflutninginum. Þegar tjaldið var dregið frá að frásögninni lokinni standa þau hlið við hlið á sviðinu. Hann stór og þrekinn í svörtum jakkafötum, hvítri skyrtu og með bindi. Hún lítil og nett í rauðum buxum og peysu. Hann hægur þar sem hann gerði mjög einfalda hreyfisamsetningu með höndum og handleggjum, hún hröð og full af orku. Hann hélt sínum fasa á meðan hún skreytti hann og fyllti upp í tímann og rýmið með stærri og stærri hreyfingum á milli þess sem hún gerði það sama og hann. Þessi fyrsti hluti hreyfihluta verksins var einkar eftirminnilegur. Samspilið á milli þeirra sem einkenndist ekki síst af andstæðum var einstaklega fallegt og vakti upp hugsun um mismunandi karakter listgreinanna.
En smátt og smátt hurfu þau hvert til síns heima, hann að hljómborðinu, tölvunni og píanóinu, hún lengra og lengra inn í líkamlegan veruleika dansins. Í dansverkinu FUBAR sagði Sigga Soffía okkur frá lífi sínu fyrst með orðum en síðan í hreyfingum. Lífi sínu sem ungur dansari sem upplifir mörk líkamlegar nautnar á ögrandi börum og hápunkta ferilsins í hverju því verki sem hún tekur þátt í. Lífi sínu sem verðandi og verandi móður þar sem öfgafull reynslan af því að vera barnshafandi tengist öfgafullum líkamlegum afleiðingum listrænna fæðinga og öfgafullum tilfinningum gagnvart barni í hættu. En við kynnumst henni ekki síst sem dansara. Manneskju sem lifir í líkamanum og tjáir sig og nálgast heiminn með hann að vopni. Vissulega voru orðin nýtt til að koma framvindu verksins af stað en líkaminn var aldrei langt undan, tilbúinn að fylgja hljóði orðanna eftir með hreyfingu. Ástríðan fyrir listforminu skein í gegn í frásögninni og líkamnaðist svo í danssenunni í seinni hlutanum. Ástríðan sem ekkert fær stöðvað, hvorki líkamlegt niðurbrot í formi hastarlegra ofnæmisviðbragða í lok hvers sköpunarferils né líkamleg meiðsli sem fylgja því álagi sem dansarar leggja á sig í þjálfun og sýningum dansverka.
We had a 40 min set on Airwaves showing a few scenes from the performance , - deleted scenes - and did some rapping…see photos from airwaves at siggasoffiainc on instagram.
“FUBAR er dásamlega áhugaverð, viðeigandi á okkar dögum, hún snertir við áhorfendum, fjallar um „okkur“ sjálf í samhengi við „aðra“ og hversu undarlegt það samband getur orðið. En hún er líka persónuleg og fjallar um þau ferli sem eiga sér stað kannski aðeins innan í höfðinu á okkur, og í líkamanum okkar – sýn okkar á umhverfi okkar og hvað hún getur litað allan heiminn okkar skærum litum.
Fubar. Undarlegt nafn við fyrstu sýn. En þegar nafnið er skoðað kemur í ljós að orðið er þekkt slangur bandarískra hermanna yfir aðstæður á vígevellinum sem eru svo fáránlegar að orð fá þeim ekki lýst. Þessi lýsing aðstæðum sem engin orð fá lýst eru af svipuðum toga og lýsingar bandaríska rithöfundarins Kurt Vonnegut á þeim fjöldamorðum sem hann upplifði sjálfur í eldsprengjuárás í borginni Dresend í seinni heimstyrjöldinni, og hann skrifaði um í bókinni Sláturhús fim. „Það er ekki hægt að segja neitt um fjöldamorð… og hvað segja fuglarnir? Allt og sumt sem hægt er að segja um fjöldamorð. Eitthvað svona eins og: Pú-tí-vít?“ Hér vísar Vonnegut í einmitt þetta, að manneskjan á engin orð til að lýsa fjölamorðum – og þrátt fyrir það heldur náttúran samt áfram að láta á sér kræla: fuglarnir tísta eitthvað, og við sem erum orðlaus heyrum í náttúrunni og jafnvel einhvskonar amstri, sem einhvernveginn heldur alltar áfram í sínum vanagangi – en samt alls alls alls ekki. Við höfum orðið fyrir lífsreynslu sem breytir sýn okkar á heiminn – líklegast varanlega.
Kannski má segja að akkúrat þetta orðleysi yfir hörmungar sé ein af meginástæðum þess af hverju listir eru okkur mikilvægar – lífsnauðsynlegar – bæði persónulega en líka í samfélagslegu samhengi. Bandaríski heimspekingurinn Richard Rorty hefur bent á að bókmenntirnar búi yfir þeim ótrúlega galdri að geta skapað samkennd þverrt á menningarheima, tíma og sögu, þjóðfélagsstöðu, kyn, kynferði, húðlit og svo framvegis. Hann segir að gegnum bókmenntirnar verðum við að einhverju öðru en bara okkur sjálfum: Með því að lesa um afdalabónda við upphaf 20. aldar verðum við í einhverjum skilningi að afdalabónda við upphaf 20. aldar. Við bregðumst andlega og jafnvel líkamlega við því sem hann gerir, hugsar og segir. Richard Rorty telur raunar að langar og sorglegar sögur séu betur til þess fallnar að skapa samkennd fólks á milli en til dæmis vangaveltur siðfræðinga og heimspekinga um rétta og ranga hegðun. Kannski getum við einmitt helst miðlað reynslu sem engin orð fá lýst í lengri frásögnum eða öðru tjáningarformi. Og í þessu tilviki erum við ekki bara að tala um bókmenntir sem birtast okkur á prenti, heldur geta kvikmyndir líka verið þesskonar bókmenntir, eða eins og í tilviki FUBAR: dans. Flestar sögur má sjá sem mögulegt hreyfiafl til að snerta við fólki. Þær gefa áhorfendum tækifæri til að koma auga á þræði sem eru framandi og nýir – eitthvað sem viðkomandi hafði kannski aldrei hugsað út í eða staldrað við – en frásögnin gefur áhorfandanum tækifæri til að flétta þessum nýju þráðum saman við eigin reynslu, hugmyndir, sýn eða hugsanir. Og setja sig í kjölfarið í spor annarra.
Þegar við hlustum á frásögn getum við jafnvel fundið fyrir andlegum og líkamlegum viðbrögðum sem spretta ekki úr okkar eigin reynslu heldur samsönnun við aðra manneskju sem getur allt eins verið mjög ólík okkur sjálfum. Slík samsönnun getir verið eitt það mikilvægasta og róttækasta sem við gerum á tímum þar sem sífellt er verið að flokka fólk í „okkur“ og „hina“, „karla“ og „konur“, „svarta“ og „hvíta“, „unga“ og „aldna“ og þar fram eftir götunum. Þessi samsönnun er í rauninni hornsteinninn að samkennd, þeirri tilfinningu að finna til, verða fyrir áhrifum, vegna reynslu og líðan annarra. Og í dag er þetta líklegast ein róttækasta aðferðin til þess að skapa frið, samkennd og skilning þverrt á reynslur, samfélög, menningarsvæði og jafvel tímabil í mannkynssögunni.
Mér var hugsað til alls þessa þegar ég las á Vísi.is að kveikjan af verkinu Fubar hafi verið upplifum Sigríðar Soffíu að eftirköstum hryðjuverkanna í París í nóvember 2015. Þar var hún stödd í návígi við hryðjuverkin á einhvern hátt, og óttaðist um líf sitt og dóttur sinnar. Við getum séð þetta fyrir okkur: Við erum á gangi með makanum okkar og barnið er í kerrunni – þessari sem við keyptum í Glæsibæ og notum ýmist til að spranga um bæinn eða vera á hlaupum á milli funda. Allt er eins og það á að vera – en skyndilega fer allt á haus. Kerran hefur breyst í einskonar flóttatæki, öll líkamsstarfsemin beinist að skynfærum og vöðvum. Við höfum aldrei verið jafn kyrfilega staðsett í núinu: hversdagurinn er hundrað prósent öðruvísi en hann á að sér að vera. Við skynjum tímann öðruvísi, líkamann okkar, samband okkar við annað fólk, nákomið sem ókunnugt. Þetta er eitthvað sem fólki finnst oft erfitt að ímynda sér og urðu margir til dæmis hissa hér á Vesturlöndum þegar þeir sáu á myndum að flóttamenn frá Sýrlandi væru yfirhöfuð með farsíma. Að þeir tilheyrðu sama efnislega veruleika og við hin – sem þeir eru samt að nýra öðruvísi en við: bakpokinn, kerrann og síminn eru flóttatæki. Límaminn að tæki sem meðtekur upplýsingur, vinnur hratt úr þeim og bregst jafnvel samstundis við. Þetta er saga sem við höfum kannski ekki öll hérna inni upplifað á eigin skinni, en við getum ímyndað okkur þessar aðstæður, meðal annars vegna frásagna um slík atvik.
Við getum öll breyst í flóttafólk, og sú umbreyting getur bara tekið eina sekúntu, og hún á sér yfirleitt stað dag einn – sem jafnvel má kalla einn góðan veðurdag.” Næsta sýning á miðvikudaginn 9 nóvember kl 20:00 miða má nálgast **HÉR**